Wednesday, July 4, 2007

Kjörið tækifæri - hlaupið nú félagar og styrkið Fatimusjóð

Reykjavíkurmaraþonið fer fram laugardaginn 18. ágúst og verða fjórar vegalengdir í boði, auk Latabæjarmaraþonsins. Þær henta mismunandi hópum sem taka þátt í því: fjölskyldum, trimmurum og keppnisfólki:

3 km (skemmtiskokk)
10 km
21 km (hálfmaraþon)
42 km (maraþon)
Latabæjarmaraþon (fyrir börn á öllum aldri)

Skráning og frekari upplýsingar um hlaupið er hægt að finna á www.marathon.is.

Áheit á viðskiptavini og starfsfólk Glitnis

Glitnir bryddar nú upp á þeirri nýjung að heita á þá viðskiptavini sína sem taka þátt í hlaupinu. Viðskiptavinirnir ákveða sjálfir vegalengdina og velja hvaða góðgerðarsamtök njóta góðs af þátttökunni og Glitnir greiðir 500 krónur til góðgerðarmála fyrir hvern kílómetra sem þeir hlaupa. Vinir og velunnarar þessara viðskiptavina geta einnig heitið á þá í hlaupinu með því að skrá áheitin á www.marathon.is. Þannig hvetja þeir viðkomandi til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Framlag Glitnis vegna viðskiptavinar sem hleypur heilt maraþon, 42 kílómetra, nemur alls 21.000 krónum. Sá sem hleypur hálft maraþon, 21 km, safnar 10.500 krónum og sá sem hleypur 10 km safnar 5.000 krónum.

Framlag Glitnis vegna starfsmanns sem hleypur heilt maraþon, 42 kílómetra, nemur alls 126.000 krónum. Sá sem hleypur hálft maraþon, 21 km, safnar 66.000 krónum og sá sem hleypur 10 km safnar 30.000 krónum.

Kíkjum á dæmi:
• Starfsmaður Glitnis hleypur 10 km
– Glitnir greiðir 3.000 krónur fyrir hvern km
– Áheit frá 10 vinum (1.000 krónur frá hverjum)
– Samtals fyrir félag 40.000 krónur

• Viðskiptavinur Glitnis hleypur 10 km
– Glitnir greiðir 500 krónur fyrir hvern km
– Áheit frá 10 vinum (1.000 krónur frá hverjum)
– Samtals fyrir félag 15.000 krónur
– 100 félagsmenn hlaupa (10 km)= 150.000 krónur
– 300 félagsmenn hlaupa (10 km) = 450.000 krónur

Samvinna við góðgerðar- og líknarfélög

Það kom vel í ljós í fyrra að Reykjavíkurmaraþonið reynist góður vettvangur fyrir góðgerðar- og líknarfélög til fjáröflunar en þá söfnuðust 23 milljónir króna sem runnu til 55 samtaka og félaga.

Hlutverk ykkar félags í átakinu getur verið að:
· Virkja félagsmenn til þátttöku
· Virkja félagsmenn til hvatningar á hlaupaleiðum
· Skrifa greinar í dagblöð og á Internetið til að vekja athygli á ykkar félagi í tengslum við hlaupið
· Virkja félagsmenn í gegnum tölvupóst
· Auglýsa Reykjavíkurmaraþonið á heimasíðu félagsins
· Virkja starfsmenn og viðskiptavini Glitnis til þátttöku

Góðgerðarfélög ná til bæði viðskiptavina og starfsmanna Glitnis í gegnum heimasíðu bankans. Kynning Fatimusjóðs hefur verið send til Glitnis um ástæðu þess hvers vegna þátttakendur ættu að velja hann til að hlaupa fyrir. Kynningin verður síðan sett inn á maraþonvefsvæði á www.glitnir.is.

Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Kolbrúnu Jónsdóttur, Völu Ósk Bergsveinsdóttur eða Önnu Helgadóttur með því að senda tölvupóst á godgerdarmal@glitnir.is.